Citroen Grand C4 Picasso besti fjölnotabíllinn

Dómnefnd WhatCar? valdi Citroën Grand C4 Picasso sem besta fjölnota …
Dómnefnd WhatCar? valdi Citroën Grand C4 Picasso sem besta fjölnota bílinn í flokki notaðra bíla.

Bílaritið What Car? hefur valið Citroën Grand C4 Picasso sem besta notaða bílinn í flokki fjölnotabíla.

Dómarar tímaritsins settu Grand C4 Picasso í fyrsta sæti á þeirri forsendu að enginn annar bíll stæðist honum snúning að verðmæti, nytsemi og fjölvirkni. Bjóði hann fjölskyldum „á allt sem þær gæti hugsanlega þurft“ af bíl að vera.

Um er að ræða bíl af fyrstu kynslóð C4 Picasso  en ný kynslóð bílsins sá dagsins ljós fyrr í ár. Í rökstuðningi sínum tiltók dómnefndin sérstaklega að Citroen Grand C4 Picasso hafi fengið fullt hús stiga, 5 stjörnur, í öryggisprófi Euro NCAP-stofnunarinnar. Ennfremur að í annarri sætaröð væru þrjú sæti fullrar stærðar og öll með Isofix festingum fyrir barnabílstóla.

mbl.is