Hólabrekkuskóli hlaut Gangbrautina 2014

Merkingar við gangbrautir við Hólabrekkuskóla þykja til fyrirmyndar.
Merkingar við gangbrautir við Hólabrekkuskóla þykja til fyrirmyndar.

Ingigerður Karlsdóttir stjórnarmaður FÍB afhenti fyrr í dag Hólabrekkuskóla í Reykjavík viðurkenningu félagsins fyrir vel skilgreindar og vel merktar gangbrautir yfir umferðargöturnar í næsta nágrenni skólans.

Afhendingin fór fram í sal Hólabrekkuskóla og tók skólastjórinn, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir við viðurkenningarskildinum - Gangbrautin 2014 - fyrir hönd skólans.

Viðurkenningin er þáttur í gangbrautaverkefni FÍB sem hófst sl. vetur og mun halda áfram næstu árin. Gangbrautaverkefni FÍB snýst um það að kanna gönguleiðir skólabarna í og úr skóla um land allt, hversu góðar og öruggar þær eru og hvar er þörf á úrbótum og þá hvers konar úrbótum.

FÍB hyggst kanna ástand þessara mála árlega og þrýsta á um úrbætur þar sem úrbóta er þörf en veita jafnframt viðurkenningu fyrir það sem vel er gert til að tryggja sem best öryggi skólabarnanna. Hólabrekkuskóli er fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu FÍB.

Í tilkynningu frá FÍB segir, að mikill fjöldi foreldra, aðstandenda og velunnara barna um allt land hafi frá því verkefnið hófst tekið virkan þátt í því með félaginu og sent m.a. inn myndir af gönguleiðum skólabarna við skóla og við umferðargötur og yfir þær.

Gangbrautir við Hólabrekkuskóla þykja til fyrirmyndar.
Gangbrautir við Hólabrekkuskóla þykja til fyrirmyndar.
Gangbraut við Hólabrekkuskóla.
Gangbraut við Hólabrekkuskóla.
Fyrirmyndar gangbraut við Hólabrekkuskóla.
Fyrirmyndar gangbraut við Hólabrekkuskóla.
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir skólastjóri Hólabrekkuskóla tekur við viðurkenningarskildinum - Gangbrautin …
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir skólastjóri Hólabrekkuskóla tekur við viðurkenningarskildinum - Gangbrautin 2014 - fyrir hönd skólans.
mbl.is