Lokamótið í kvartmílunni um helgina

Spyrnt af stað af miklu afli í kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.
Spyrnt af stað af miklu afli í kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.

Lokamótið í kvartmílunni fer fram á morgun, laugardag, í kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.

Um er aðræða þriðju umferð Íslandsmótsins svo og King of the Street keppnina. Alls eru 44 tæki skráð til leiks í þessum tveimur mótum og stefnir í hörku rimmur. Enn eru nokkrir Íslandsmestaratitlar á lausu og því munu keppendur hvergi slá af sér.

Tímatökur fyrir báðar keppnirnar hefjast klukkan 11:30. Keppni í Íslandsmótinu hefst svo klukkan 13:15 og King of the Street keppnin hefst um klukkustund síðar, eða um 14:15.

Í tilkynningu frá mótshöldurum segir, að geta megi þess til gamans, að sex ökutæki eru skráð í OF flokk, sem er flokkur fyrir öflugustu ökutækin sem keppa á brautinni. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri en aðgangseyrir fyrir aðra er 1.000 krónur.

Góðu skriði náð í kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.
Góðu skriði náð í kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.
mbl.is