Verstu bílar sögunnar

Rover CityRover er meðal bíla sem AutoExpress telur koma til …
Rover CityRover er meðal bíla sem AutoExpress telur koma til álita sem versti bíll sögunnar.

Bílaritið AutoExpress sýnir þá ótrúlegu dirfsku að taka sér fyrir hendur að útnefna versta bíl sögunnar. 

Það ætlar blaðið reyndar að gera með hjálp lesenda, sem geta sent inn tillögu sína um versta bílinn. Þeir eru svo hvattir til að rökstyðja tillögu sína með því að senda blaðinu línu á Facebook eða Twitter, „ekki síst ef þið hafið átt eitthvað af þessum skrímslum,“ eins og blaðið kemst að orði.

Eflaust rata bílaframleiðendur ekki alltaf á réttu lausnina er þeir smíða nýtt módel. Það gerist þó líklega sjaldnar nú til dags en áður. AutoExpress segir að ömurlegir bílar hafi runnið af færiböndum bílsmiðja um dagana og leikur hugur á að vita hver hafi verið þar fremstur í flokki, að ömurleik.

Hér er annars listinn sem AutoExpress hefur útbúið yfir kandídata að versta bíl sögunnar, og dæmi nú hver fyrir sig:

• Rover CityRover
• Suzuki X-90
• Renault Safrane
• FSO Polonez
• Lexus SC 430
• Citroen C3 Pluriel
• Chrysler PT Cruiser Convertible
• Hyundai Pony
• Mitsubishi Mirage
• Lada Riva
• Austin Allegro
• Kia Pride
• Morris Marina
• Alfa Romeo Arna
• Nissan Micra C+C
• G-Wiz
• Austin Ambassador
• Nissan Cube
• Ssangyong Rodius
• Chrysler Ypsilon

mbl.is

Bloggað um fréttina