Boða bann við dísil- og bensínbílum frá 2040

Nú vill annar stjórnarflokkurinn senn banna bensín- og dísilbíla í …
Nú vill annar stjórnarflokkurinn senn banna bensín- og dísilbíla í Bretlandi. mbl.is/afp

Halda mætti að allir væru á móti einkabílnum, ekki síst ef hann gengur fyrir bensíni eða dísil. Slíkir bílar munu hverfa af breskum vegum í síðasta lagi árið 2040 nái tillögur annars stjórnarflokksins, Frjálslyndra demókrata, fram að ganga.

Flokkur Nick Clegg varaforsætisráðherra hefur birt tillögur sem í felst að einungis nær mengunarlausir bílar fá að vera í umferðinni eftir um aldarfjórðung. Þar fengju þá aðeins raf- og tvinnbílar að keyra.

Þó er í svonefndri „hauststefnu“ Frjálslyndra demókrata gert ráð fyrir að vöruflutningar geti farið fram á bensín- og dísilbílum. Fengjust tillögurnar samþykktar í þinginu myndu milljónir bíla hverfa af vegum Bretlands en vistvænir bílar á borð við Renault Zoe, Nissan Leaf og Toyota Prius myndu þrífast vel.

Sérfræðingur félags íslenska bifreiðaeigenda (AA) segir um tillögurnar að þær séu ótímabærar og fyrst viðeigandi þegar kominn væri raunverulegur skriður kemst í sölu bíla sem losa hverfandi lítið koltvíildi og nituroxíð.

„Að negla niður dagsetningar núna án nokkurra gagngera upplýsinga um hverjar afleiðingarnar yrðu er áhættusamt. AA er á því að litlir og sparneytnir bensín- og dísilbílar hafi hlutverki að gegna mun lengra fram í tímann en til 2040. Bílsmiðir hafa náð miklum framförum í að lækka koltvíildisframleiðslu bíla og munu halda áfram að ná losun þess niður. Við erum líka á því að

Við þurfum að takast á við en ekki leiða framhjá okkur vandann sem fylgir stórum flutningabílum og farartækjum almenningssamgangna sem brúka mikið eldsneyti og framleiða mikið koltvíildi. Við erum og á því að tvinnbílum og rafbílum eigi eftir að fjölga en þó ekki þannig að þeir verði ráðandi í umferðinni 2040. Yrði þessi stefna of snemma ofan á gæti hún þýtt að fjöldi bíla sem er hreinir á núverandi mælikvarða yrðu dæmdir í bílakirkjugarða. Það væri rangt að gera.“

mbl.is