MAX1 Bílavaktin og Bleika slaufan í samstarf

Starfsmenn MAX1 Bílavaktinnar og Krabbameinsfélags Íslands við undirritun samnings um …
Starfsmenn MAX1 Bílavaktinnar og Krabbameinsfélags Íslands við undirritun samnings um samstarfið. Hluti ágóða af sölu Nokian dekkja mun renna til Bleiku slaufunnar. MAX1 mun einnig bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af Nokian dekkjum.

MAX1 Bílavaktin sem er söluaðili Nokian dekkja á Íslandi hefur hafið samstarf við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian dekkja renna til átaksins og verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.

Á meðan samstarfinu stendur mun MAX1 jafnframt bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af  dekkjum. Bleika slaufan er árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands en slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum.

Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 segir að með samstarfinu vilji fyrirtækið  sýna samfélagslega ábyrgð með því að vekja athygli á mikilvægum málstað. Reglulegt eftirlit hjá Krabbameinsfélagi Íslands sé mikilvæg forvörn í baráttunni gegn krabbameini. Með því væri hægt að koma í veg fyrir mörg alvarleg tilfelli.

„Þetta málefni skiptir miklu máli, ekki einungis fyrir konur heldur einnig fyrir karla. Við eigum öll konur í okkar lífi sem við þurfum að hvetja til að mæta í reglulegt eftirlit. Það getur skipt öllu.“ segir Sigurjón Árni í tilkynningu.


mbl.is