Bílar sem eru listaverk

Ferrari 250 GTO.
Ferrari 250 GTO.

Allir sem hafa áhuga á bílum vita sem er að vel hannaðir bílar eru listaverk út af fyrir sig. Það finnst Arthur Schening líka, en hann er grafískur hönnuður og teiknari með alvarlega bíladellu.

Schening, sem starfar hjá og stýrir hönnunarstofunni Schening Creative, hefur sérstakan áhuga á kappakstursbílum af gamla og klassíska skólanum, frá 6., 7. og 8. áratugnum, enda segir hann þá einkar fallega og áhugaverða.

Hann hefur teiknað upp yfir 20 slíka og er serían til sölu á vefsvæði hans. Þar á meðal má finna myndir af molum á borð við Ferrari 121 LM, Jaguar D-Type, Shelby Daytona Coupe, Lotus 49 og Porsche 956.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna er um mikil listaverk að ræða og þarf það ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að fyrirmyndirnar eru ekkert slor. Úrvinnsla Schenings er til stakrar fyrirmyndar og erfitt að ímynda sér að sá bílaáhugamaður sé til sem ekki hefði áhuga á mynd eftir Schening uppi á vegg hjá sér.

jonagnar@mbl.is

Porsche 906.
Porsche 906.
Ford GT 40.
Ford GT 40.
Porsche 965.
Porsche 965.
Lotus 49.
Lotus 49.
Jaguar D-type.
Jaguar D-type.
Jaguar C-type.
Jaguar C-type.
Renault Alpine A110
Renault Alpine A110
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina