Dacia með sinn fyrsta pallbíl

Dacia Duster Oroch hugmynda pallbíllinn.
Dacia Duster Oroch hugmynda pallbíllinn.

Dacia frumsýndi splunkunýjan hugmyndabíl að pallbíl að nafni Duster Oroch á alþjóðlegu bílasýningunni sem nú stendur yfir í Sao Paulo í Brasilíu.

Bíllinn vakti strax athygli enda viðráðanlegri í verði en margur annar pallbíllinn. Hann er eiginlega afbrigði af Duster jepplingnum sem er mest seldi bíll Dacia í Suður-Ameríku.

Þar seljast um 900.000 pallbílar á ári svo eftir nokkru er fyrir Dacia að slægjast nái bílsmiðurinn fótfestu í þeim geira.

Engar upplýsingar liggja fyrir á þessu stigi um afkastagetu Oroch. 

Dacia Duster Oroch hugmynda pallbíllinn.
Dacia Duster Oroch hugmynda pallbíllinn.
Sæti verða fyrir fimm í Dacia Duster Oroch pallbílnum.
Sæti verða fyrir fimm í Dacia Duster Oroch pallbílnum.
Renault Duster Oroch pallbíllinn er enn á hugmyndastigi.
Renault Duster Oroch pallbíllinn er enn á hugmyndastigi.
Renault Duster Oroch pallbíllinn er enn á hugmyndastigi.
Renault Duster Oroch pallbíllinn er enn á hugmyndastigi.
mbl.is