SP:01 tilbúinn í framleiðslu

SP:01 verður hraðskreiðasti rafsportbíll heims.
SP:01 verður hraðskreiðasti rafsportbíll heims.

Bílsmiðurinn Detroit Electric birti í vikunni endanlega gerð rafsportbílsins SP:01 og er hann nú á leið í framleiðslu. Óhætt er að segja

Um er að ræða tveggja sæta sportbíl sem einvörðungu gengur fyrir rafmagni. Er hann sagður verða hraðskreiðasti rafsportbíll heims er hann kemur á götuna í Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku á næsta ári. 

SP:01 kom fyrst fyrir sjónir sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Sjanghæ í Kína í fyrra. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá því á yfirbyggingunni til að bæta loftflæði um hana í þágu hámarksafls og stöðugleika. Af myndum að sjá er um djarflegan fleygbak að ræða.

Til að auka vængafl á mikilli ferð er að finna væng á aftanverðum bílnum og loftdreifi undir afturendanum.

Bíllinn verður smíðaður í nýrri bílsmiðju Detroit Electric í Warwickskíri í Englandi og hefst framleiðslan á næstu vikum. 

Öflugur rafmótor mun koma SP:01 úr kyrrstöðu á 100 km/klst ferð á aðeins 3,7 sekúndum. Topphraði verður takmarkaður við 249 km/klst.

Detroit Electric segist með á teikniborðum áform um smíði rafdrifins fjögurra sæta ofurbíls og fjölskyldubíls í framtíðinni.

mbl.is