Mörgum flókið að aka í hringtorgum

Hringtorg vaxa sumum í augum.
Hringtorg vaxa sumum í augum. mbl.is/Brynjar Gauti

Mörgum þykir flókið að aka í hringtorgum, sérstaklega í mikilli umferð, og mörgum stendur jafnvel stuggur af þeim.

Samgöngustofa minnir ökumenn á að tvennt skipti mestu máli við akstur í hringtorgum, það er notkun stefnuljósa og val á akreinum.

„Ef ekið er í hringtorgi þar sem tvær akreinar eru og ætlunin er að beygja út úr torginu á fyrstu gatnamótum þá skal ætíð ekið á ytri akrein hringtorgsins.

Ekki er leyfilegt að skipta um akrein í hringtorgi og umferð á innri akrein á ávallt forgang fyrir umferð sem er á þeirri ytri.

Að sama skapi skiptir miklu máli að stefnuljós sé gefið tímanlega áður en ekið er út úr hringtorginu,“ segir í ábendingum stofnunarinnar.

mbl.is