Sex fengið dekkjasekt

Dekkin eru meðal helsta öryggisbúnaðar bíla.
Dekkin eru meðal helsta öryggisbúnaðar bíla. mbl.is/Árni Sæberg

Sex mál hafa komið upp þar sem lögregla hefur gert athugasemd við mynsturdýpt dekkja síðan ný reglugerð þess efnis var tekin í notkun hinn 1. nóvember. Einu máli hefur verið lokið með sektargreiðslu en fimm eru enn í sektarmeðferð.

Sé mynsturdýptin ekki næg er lögreglu heimilt að sekta um 5.000 krónur fyrir hvert dekk. Sektin getur því að hámarki verið 20 þúsund krónur. „Lögreglan notar til þessa mynsturdýptarmæla eins og dekkjaverkstæðin nota,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki hart tekið á í fyrstu

Hann segir að allir lögreglumenn í umferðardeild séu með mælana meðferðis. Þau skilaboð hafi verið látin ganga til lögreglumanna að taka ekki mjög hart á óhæfum hjólbörðum á meðan fólk væri að átta sig á því að reglugerðin hefði gengið í gildi. „Við förum rólega af stað á meðan fólk er að átta sig á breytingunni. En hjá sumum ökumönnum er þetta algjörlega óhæft og þá þarf að sekta,“ segir Guðbrandur. Hann gerir ráð fyrir því að harðar verði tekið á óhæfum hjólbörðum þegar færð tekur að spillast.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Fjóla Guðjónsdóttir hjá forvarnardeild Sjóvár að fyrir tilstilli nýju reglugerðarinnar geti forsendur tjónabóta vegna umferðarslysa breyst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: