Honda ætlar að skora með HR-V

Plássmeiri gerast ekki bílar í þessum stærðarflokki en Hond HR-V.
Plássmeiri gerast ekki bílar í þessum stærðarflokki en Hond HR-V.

Jepplingurinn Honda HR-V naut á sínum tíma mikillar velgengni í Noregi, ekki síst fjórdrifna útgáfan. Smíði bílsins var hætt 2006 en nú hefur Honda dregið hann fram í dagsljósið á ný og uppfært og endurbætt.

HR-V var á hagstæðu verði, hlutfallslega háfættur en nógu smár til að henta stórum neytendahópi, að ekki sé minnst á fjórhjóladrifið sem kemur sér vel í vetrarríki í landi eins og Noregi. Drif aðeins að framan verður einnig valkostur.

Hinn nýi HR-V er mun glæsilegri bíll að sjá en forverinn, sem var fremur kassalaga lengst af. Spurningin er bara hvort Honda hafi með því að leggja bílinn á ís fyrir átta árum misst af lestinni á jepplingamarkaði. Alltjent verður það yfrið verkefni að reyna að ná til baka viðskiptavinum sem leitað hafa í aðrar áttir í millitíðinni.

Í þessu sambandi er boðið upp á praktískar úrlausnir og gott pláss í bílnum. Meðal annars er hægt að lyfta sætispúða aftursætanna upp – eins og í Honda Civic og Honda Jazz – og fá þar með gott geymslurými milli fram- og aftursæta. Þessa sætisútfærslu er einungis að finna í bílum frá Honda, engum öðrum bílsmið. En svo er í staðinn hægt að leggja niður sætisbök aftursætanna og þá er komið 1.600 lítra farangursrými sem er vel í lagt í svo litlum bíl.

Bláu hringirnir sem ramma hraðamælinn inn taka litabreytingum eftir akstursmynstri ökumanns. Sjö tomma skjár fyrir upplýsingakerfi bílsins og GPS-leiðsögubúnað verður valkostur en ekki staðalbúnaður.

Í vélarhúsinu verður að finna háþróaða og skilvirka 1,8 lítra SOHC fjögurra strokka bensínvél með i-VTEC ventlabúnaði sem skilar 138 hestöflum við 6.500 snúninga og 127 Nm upptaki við 4.300 snúninga. Áfastur vélinni er svo CVT-gírkassi, þó aðeins handskiptur í framhjóladrifsútgáfunni.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: