Trylltur götu-Golf á næstu grösum

Golf R400 fer væntanlega í fjöldaframleiðslu á næsta ári en …
Golf R400 fer væntanlega í fjöldaframleiðslu á næsta ári en hann verður 400 hestafla.

Þótt ekkert hafi verið getið um það opinberlega af hálfu Volkswagen þá ganga kraftmiklar sögur fjöllum hærra af því að ný útgáfa af Golf sé í vændum. Og það enginn smábíll heldur kraftmesti Golf sögunnar.

Bíll þessi gengur undir nafninu Golf R420 og skírskotar það til vöðvabúntsins sem verður í vélarhúsi bílsins. Vélin verður sem sagt 420 hestöfl, ekkert minna!.

Talið er að vélin í þessari smávöxnu eldflaug verði tveggja lítra, eins og í Golf GTI-bílnum, fjögurra strokka og með forþjöppu. En samt sem áður mun öflugri en vélin í Golf GTI Performance sem er 230 hestafla. Til samanburðar var vélin í Golf R400 hugmyndabílnum sem frumsýndur var á bílasýningunni í Peking í vor 20 hestum aflminni.

Audi hefur áformað að hleypa af stokkum á næsta ári um það bil 300 hestafla RS3. Og nú staðhæfa ýmsir miðlar að Volkswagen muni þá hefja smíði á Golf R400. Og verði R420 að veruleika síðar verður hann gott snarpari en R400 sem er þó sagður munu þurfa aðeins 3,9 sekúndur til að komast upp í 100 km/klst hraða úr kyrrstöðu.

Til að nýta þessa miklu krafta er fjórhjóladrif óhjákvæmilegt í Golf R420.

agas@mbl.is

Golf R400 fer væntanlega í fjöldaframleiðslu á næsta ári en …
Golf R400 fer væntanlega í fjöldaframleiðslu á næsta ári en hann verður 400 hestafla.
Sætin eru vitaskuld sportleg í Golf R400.
Sætin eru vitaskuld sportleg í Golf R400.
Viðmót ökumanns í Golf R400.
Viðmót ökumanns í Golf R400.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: