Bílarnir sem Bono bónar

Bono er yfirlýstur aðgerðasinni og umhverfisvinur og þá þarf að …
Bono er yfirlýstur aðgerðasinni og umhverfisvinur og þá þarf að eiga eina Teslu í skúrnum, Roadster í hans tilfelli.

Það er óhætt að segja að Bono, söngvari U2, kunni ekki aura sinna tal.

Eftir þrjá og hálfan áratug í bransa sem hefur gefið ákaflega vel í aðra hönd fyrir Írann smávaxna, að ekki sé minnst á slyngar fjárfestingar í Facebook og víðar, er svo komið að hann hefur ráð á að veita sér flest sem hugurinn girnist. Bílar eru þar með taldir.

Hóflegur bílakostur

Engu að síður er það svo að á meðan Bono á heimili víðsvegar um heiminn, þar á meðal eldfornt óðalssetur fyrir utan Dublin og lúxus-þakíbúð í háhýsi í New York, þá er bílafloti kappans með tiltölulega lágstemmdu móti. Mörg dæmi eru þess að fólk með álíka fjárráð fari á talsvert meira flug þegar kemur að því að kaupa sér farkost, hvort sem menn telja hófsemi hans í þessum efnum til lofs eða lasts.

Ef til vill má segja að bílarnir endurspegli Bono ágætlega því þar er bæði að finna umhverfisvænan rafbíl og bensínfrekan lúxusvagn – og sitthvað þar á milli. jonagnar@mbl.is

Fyrsti lúxusbíllinn sem Bono lét eftir sér var 1980 árgerðin …
Fyrsti lúxusbíllinn sem Bono lét eftir sér var 1980 árgerðin af Mercedes-Benz 450 SEL V8. Stærri gerðir af S-Class eru líka stáss á öllum tímum.
Maserati Quattroporte er bíll sem fræga og fjáða fólkið hefur …
Maserati Quattroporte er bíll sem fræga og fjáða fólkið hefur upp til hópa dálæti á, enda leitun að laglegri lúxusbíl.
Hvítur Volkswagen Tiguan er meðal bílanna í bílskúrnum hjá Bono. …
Hvítur Volkswagen Tiguan er meðal bílanna í bílskúrnum hjá Bono. Kannski sá sem Bono notar til að fara huldu höfði?
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: