Sex milljónir Audi A4

Audi A4 rennir senn sitt skeið á enda.
Audi A4 rennir senn sitt skeið á enda.

Óhætt er að segja að Audi hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann kom fram með A4-bílinn. Af þessum vel heppnaða bíl hefur þýski bílsmiðurinn smíðað og selt sex milljónir eintaka.

Audi, sem er úrvalsbílsmiður í eigu Volkswagen-samsteypunnar, hefur framleitt A4-bílinn í tuttugu ár, en sá fyrsti kom á götuna í nóvember 1994.

Bíllinn hefur verið framleiddur frá upphafi í bílsmiðju í Ingolstadt en í seinni tíð líka í Neckarsulm, eða frá 2007 þegar núverandi kynslóð A4, sú fjórða í röðinni, kom til skjalanna.

Audi A4 leysti af hólmi Audi 80 sem kom fyrst á götuna árið 1972. Sá bíll var smíðaður í 5,5 milljónum eintaka. Er um það bil þriðji hver bíll sem rennur af færiböndum Audi um þessar mundir af gerðinni A4. Búist er við að nýtt bílamódel leysi þennan bíl af hólmi innan nokkurra ára.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: