Afmælisbíll í 45 eintökum

Afmælisbíllinn Nissan GT-R verður aðeins smíðaður í 45 eintökum.
Afmælisbíllinn Nissan GT-R verður aðeins smíðaður í 45 eintökum.

Um þessar mundir eru 45 ár frá því að Nissan sendi frá sér fyrsta eintakið af  Nissan Skyline GT-R bílnum. Þessum tímamótum ætlar japanski bílsmiðurinn að fagna með sérstökum afmælisbíl.

Nissan GT-R 45th Anniversary Edition eins og hann er svo frumlega kallaður verður ekki á allra færi því aðeins 45 eintök verða smíðuð af afmælisbílnum. 

Og það sem meira er, bíll þessi verður aðeins seldur í Japan. Þar kostar hann 10.787.040 jen, eða sem svararröskum 11 milljónum króna.

Hann verður í sama lit og R34-gen 2001 Skyline GT-R M-Spec bíllinn og mun því skera sig úr. Þá verða sérstakar nafnplötur inni í bílnum og undir vélarhúddinu er gefa til kynna hvaða bíll er þarna á ferðinni, en að öðru leyti verður hann ekkert sérlega gerður.

mbl.is