BMW verður að auka smíði á i8

BMW i8 í smíðum.
BMW i8 í smíðum.

Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir i8-bílnum frá BMW að þýski lúxusbílasmiðurinn hefur ákveðið að auka smíðina til að stytta biðlistana sem myndast hafa.

Þessi framleiðsluaukning mun alla vega vara meðan slegið verður á biðlistana og þar til eftirspurninni eftir „grænabíl ársins“ verður fullnægt.

„Við verðum að finna leiðir til að herða á smíði i8 því á sumum mörkuðum eru biðlistanir orðnir of langir og biðin því of löng,“ segir sölu- og markaðsstjóri BMW af þessu tilefni.

Þrátt fyrir að bíllinn kosti 136.000 dollara í Bandaríkjunum þurfa þeir sem panta eintak í dag að þreyja Þorrann til hálfs annars árs áður en þeir fá gripinn að óbreyttum framleiðsluafköstum.

BMW i8 var í síðustu viku valinn grænibíll ársins í Bandaríkjunum.

mbl.is