Setja upp 16.000 hleðslustaura

Rafbíll stungið í samband við hleðslustaur.
Rafbíll stungið í samband við hleðslustaur.

Efnahagsmálaráðherra Frakklands, Emmanuel Macron, sagði í dag, að í næstu viku yrðu kynnt áform einkafyrirtækis um að reisa 16.000 hleðslustaura fyrir rafbíla um allt Frakkland.

Macron sagði að verkefnið yrði fjármagnað með fjármagni einkafyrirtækisins, engum opinberum lánum eða styrkjum. Hann vildi ekki skýra frá því hver rekstraraðili hleðslustauranna verður.

Uppsetning þeirra er liður í stefnumörkun stjórnvalda í rafbílavæðingu og breyttum samgönguháttum sem gera ráð fyrir því að árið 2030 verði hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Frakklandi öllu orðnar  sjö milljónir talsins.

mbl.is