Með tólffalt magn leyfilegs vínanda

Handtökur vegna ölvunaraksturs eru langflestar í jólamánuðinum.
Handtökur vegna ölvunaraksturs eru langflestar í jólamánuðinum.

Nýjar opinberar tölur um ölvun breskra bílstjóra það sem af er ári eru einkar sláandi.

Þannig reyndist bílstjóri í Bedfordskíri með tólf sinnum meiri vínanda í blóði en leyfilegt er. Öndunarmælir lögreglunnar nam 423 milligrömm á 100 millilítra sem er 388 milligrömmum yfir leyfilega markinu, sem er 35 prómill.

Í öðru sæti á lista yfir ölvuðustu ökumennina sem lögregla gómaði var bílstjóri í Durhamsýslu. Í honum mældist áfengismagnið 331 prómill, eða rúmlega nífalt leyfilegt hámark.

Að sögn ökutækjaskrárinnar bresku (DVLA) hafa 4.253 ökumenn verið gripnir fullir á ferð frá árinu 2010 sem áður höfðu gerst sekir um áfengisakstur. Það jafngildir 1,6% þeirra 256.842 bílstjóra sem refsað var fyrir að aka undir áhrifum á sama tímabili.

Meðalrefsing fyrir ölvunarakstur hefur lækkað um 12,4%, eða úr 587 dögum árið 2010 í 514 daga í ár. Algengast er að ökumenn undir áhrifum séu sviptir ökuréttindum til eins árs. Hafi svipting í för með sér „óhóflegt harðrétti“ er hægt að fá banninu frestað. Af þeirri ástæðu eru í umferðinni ökumenn með allt að 54 refsistig á ökuskírteini sínu.

Á óvart kemur ekki, að handtökur síðustu 12 mánaða vegna ölvunaraksturs eru langflestar í jólamánuðinum, desember. Alls voru þær þá 5.414 sem er 37,8% umfram meðaltalsmánuðinn sem kveður á um 3.927 handtökur. Fæstir voru teknir í febrúar, eða 3.589 manns.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: