Offitan kostar sitt í bensíni

Umframholdið eykur rekstrarkostnað bílanna.
Umframholdið eykur rekstrarkostnað bílanna.

Nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiðir í ljós, að umframeldsneytisþörf bandarískra bílstjóra vegna offitu nemur einum milljarði gallona á ári, jafnvirði 3,8 milljarða lítra.

Þetta er sá kostnaður sem fylgir því að vera feitur umfram velsæmi en væru bandarískir bílstjórar við kjörþyngd að meðaltali myndu sparast 3,8 milljónir bensínlítra á ári.

Í dollurum talið yrði bensínkostnaðurinn við kjörþyngd 2,76 milljörðum dollara á ári minni miðað við meðalverð á bensíni í Bandaríkjunum í nóvember. Jafngildir það 342 milljörðum íslenskra króna sem fellur til vegna óhófsholdafars Bandaríkjamanna, að sögn fréttastofunnar Reuters.

Blaðið The Atlantic segir, að fyrir hvert umframpund ökumanns og farþega brenni bandarískir bílar 39 milljónum gallona meira en þyrfti við kjörþyngd. Það jafngildir 325 milljónum lítra fyrir hvert aukakíló ferðalanga. Það bæti svo ekki úr skák að bílar fari stækkandi og séu þar með þyngri, sem bitni á bensíneyðslunni.

Í byrjun ársins spáðu bandarískir sérfræðingar í lýðheilsumálum að meira en helmingur bandarísku þjóðarinnar myndi flokkast sem offeitur árið 2015. Af því ályktuðu þeir að óþarfa umframnotkun á bensíni ætti bara eftir að vaxa eftir því sem árin liðu. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: