Stærsta ættarmót Lamborghini

Þeir voru í öllum regnbogans litum Lamborghini Aventador bílarnir á …
Þeir voru í öllum regnbogans litum Lamborghini Aventador bílarnir á ættarmótinu í Newport Beach.

Newport Beach í Kaliforníu er sjálfsagt ekkert verri staður en hver annar fyrir ættarmót.

Þar stóð ítalski sportbílasmiðurinn á dögunum fyrir nokkurs konar fjölskyldufundi á dögunum, já ættarmóti. Og fjölmennari samkoma eðalvagnanna Lamborghini Aventador mun aldrei hafa verið haldin áður.

Til þessa árlega stefnumóts, sem nefnist LP-700 VIP samkoman, mættu á fjórða tug Aventador. Voru þeir í næstum hverjum einasta lit sem hægt er að velja og öllum útgáfum bílanna sem hægt er að fá.

Heildar verðmæti bílanna mun hafa verið um 15 milljónir dollarar, eða langleiðina í tvo milljarða króna.  

Aventador hefur selst einna best allra ofursportbíla sem Lamborghini hefur smíðað. Og þrátt fyrir að grunnverðið sé um 400.000 dollarar er biðin eftir þeim löng, slíkar eru vinsældirnar. Vart var smíði hafin er keyptir höfðu verið bílar sem svarar árs afköstum bílsmiðjunnar.

Lamborghini Aventador tók við af Murcielago og hefur verið smíðaður frá 2011. Framleiðslan hefur átt sér stað í Sant’Agata Bolognese á Norður-Ítalíu. Hægt hefur verið að fá hann í tveimur útgáfum. Sem tveggja dyra blæjubíl og opinn tveggja dyrasportbíl.

V12-vélin 6,5 lítra er í miðjum bílnum, beint fyrir aftan sæti ökumanns og farþega, og er þetta flaggskip Lamborghini með drif á öllum fjórum. Úr vélinni fást 690 hestöfl og 690 Nm tog. Úr kyrrstöðu í hundraðið þarf bíllinn aðeins þrjár sekúndur og hámarkshraðinn er 350 km/klst.

Þeir voru í öllum hugsanlegum litum Lamborghini Aventador bílarnir á …
Þeir voru í öllum hugsanlegum litum Lamborghini Aventador bílarnir á ættarmótinu í Newport Beach.
mbl.is