Snjallsímar í stað bíllykla

Stutt getur verið í að snjallsímar leysi bíllyklana af hólmi.
Stutt getur verið í að snjallsímar leysi bíllyklana af hólmi.

Því er spáð að ný snjallsímatækni muni á næstu árum leysa bíllykilinn hefðbundna af hólmi.

Frá þessu skýrir blaðið Detroit Bureau frá bílaborginni bandarísku sem fjallar um málefni bílaiðnaðarins. Það segir að vegna stafrænna startlyklatækni geti verið styttra en flestir halda í að kveikjulykillinn hverfi.

Fyrirtækið Keyfree Technologies í Toronto í Kanada segist hafa þróað „heimsins fyrstu stafrænu lyklalausnina“ sem nýtir snjallsíma app til að opna og læsa bílhurðum og ræsa bílinn.

Forstjórinn Shane Wright segir nýju tæknina gera það að verkum að bíleigendur geti skilið lyklana eftir heima. „Lykillinn er í farsímanum, rétt eins og myndavélin, kortin og dagatalið. Notendur geta deilt stafræna lyklinum innan fjölskyldunnar og þurfa aldrei að muna hvar þeir lögðu lyklana hefðbundnu frá sér.“

Wright bætir því við að Keyfree-lykillinn sé dulkóðaður í sama öryggisflokki og hernaðartól og því mun öruggari en núverandi öryggislyklar.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina