Ný kynslóð Volt kynnt í Detroit

Mary Barra forstjóri General Motors kynnir nýja Voltinn í Detroit.
Mary Barra forstjóri General Motors kynnir nýja Voltinn í Detroit. mbl.is/afp
Fyrsta stóra bílasýningin vestanhafs á árinu hófst í gær og ríkir þar mikil bjartsýni um framtíð bílsmíði, ekki síst vegna lækkandi olíuverðs en bensín hefur lækkað um tugi prósenta í verði í Bandaríkjunum undanfarna mánuði.

Á sama tíma og neytendur snúa sér í stórum stíl að pallbílum, sportbílum og jeppum kynnir General Motors (GM) nýja kynslóð af tengiltvinnbílnum Volt í Detroit. Og það sem meira er, GM skýrði einnig frá áformum um hreinan rafbíl, Chevrolet Bolt, með yfir 300 kílómetra drægi á hleðslu sem kemur á götuna 2017. Í dag er áætlað verð hans um 30.000 dollarar.

„Hverjum er ekki sama um rafbíla?,“ svarar Maryann Keller sérfræðingur um bílamarkaðinn, spurningu um Voltinn nýja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. „Þar sem bensínið er komið jafnvel niður fyrir tvo dollara gallonið þverr áhugi neytenda. Volt er dýr bíll sem er í huga flestra neytenda ekki peninganna virði,“ bætir hún við.

Nýr Volt er sagður komast allt að 80 kílómetra á rafhleðslu, sem er 20 km lengra en núverandi kynslóð bílsins kemst áður en bensínvélin tekur yfir og hleður geymana á ný.

Með fullri hleðslu og tankfylli bensíns getur nýi Voltinn ekið um 650 kílómetra eða sem svarar 5,8 lítra bensíns á hundraðið.
Blaðamenn sýna nýjum Volt áhuga við frumsýninguna á sýningunni í …
Blaðamenn sýna nýjum Volt áhuga við frumsýninguna á sýningunni í Detroit. mbl.is/afp
Skilvirkari, snarpari, fágaðri og dregur lengra, segir Mary Barra í …
Skilvirkari, snarpari, fágaðri og dregur lengra, segir Mary Barra í kynningu sinni á nýjum Volt í Detroit. mbl.is/afp
mbl.is