Japanir óðir í Mirai

Vetni dælt á Mirai á áfyllingarstöð í Tókýó.
Vetni dælt á Mirai á áfyllingarstöð í Tókýó.

Fyrsti vetnisbíll Toyota, Mirai, hefur slegið heldur betur í gegn í Japan. Eftirspurninni eftir bílnum er líkt við æði.

Fyrsta mánuðinn sem bíllinn var til sölu í Japan voru staðfestar í hann 1.500 pantanir en Toyota áætlaði að í mesta lagi yrðu keypt 400 eintök á mánuði þegar liði undir lok ársins,  2015. 

Vegna hinna miklu pantana munu margir þurfa að bíða lengi eftir sínu eintaki, að sögn Toyota, sem áætlar að setja Mirai á markað í Evrópu síðar á þessu ári.

Pantanir í bílinn hingað til skiptast í aðal atriðum þannig, að 60% eru frá opinberum fyrirtækjum og stofnunum en 40% frá einstaklingum og fyrirtækjum sem eru að endurnýja eða stækka bílaflota sína.

Toyota Mirai er eftirsótt í Japan.
Toyota Mirai er eftirsótt í Japan.
mbl.is