Gisting býðst í Tesla

Gistiskálinn í Tesla Model S rafbílnum í Phoenix í Arizona.
Gistiskálinn í Tesla Model S rafbílnum í Phoenix í Arizona.

Það er ekki óþekkt að menn leggist til svefns í bílum og eru stærri farartæki og jeppar þá hentugri en smábílar. En að bílar séu beinlínis leigðir út sem herbergi á gistihúsi væru er sennilega nýjung.

Fyrir 85 dollara á nóttina geta gestir og gangandi fengið gistingu í 118.000 dollara Tesla Model S rafbíl manns að nafni Steve Sasman í Phoenix í Arizonaríki í Bandaríkjunum. Hefur hann gert farangursrými bílsins að skondnu gistirými, samkvæmt auglýsingu á gistivefnum Airbnb. 

Þar kemur fram, að tvíbreiðri og uppábúinni vindsæng hafi verið komið fyrir í farangursrými Teslunnar. Og til að auka á stemmninguna er þar að finna gervikerti hvers ljósi má stilla með fjarstýringu. 

Fremur þröngt virðist svefnrýmið vera, af myndum að ráða og því geta stórir körfuboltamenn gleymt þessum gistimöguleika þótt áhugaverður sýnist. Tveggja metra menn og stærri komist ekki fyrir.

Og hvað skyldi draga menn inn í Tesla Model S gistibíl? Fyrir það fyrsta er um rafbíl að ræða og því getur loftræstingin verið í gangi alla nóttina án þess að gestirnir þurfi að hafa áhyggjur af skaðlegum gastegundum. Sömuleiðis býður upplýsinga- og skemmtistöð bílsins upp á að spiluð sé tónlist, þó ekki væri nema til að róa menn í svefn.


http://wot.motortrend.com/1501_sleep_in_tesla_model_s_for_85_a_night_through_airbnb.html

mbl.is