Bílar smíðaðir úr bjórdósum

Áldósir á leið í endurvinnsluofninn.
Áldósir á leið í endurvinnsluofninn.

Norski álrisinn Hydro hóf í byrjun janúar að reisa smiðju í Grevenbroich í Þýskalandi þar sem verður nútíma framleiðslulína fyrir léttar álþynnur í yfirbyggingu bíla.

Með tilkomu þessarar smiðju, sem tekur til starfa á seinni hluta ársins 2016, munu afköst Hydro í framleiðslu álþynna fyrir bíla aukast úr  50.000 tonnum á ári í 200.000 tonn.

Hydro hefur sömuleiðis ákveðið að stækka álver sitt í Neuss til að auka þar og efla endurvinnslu á áli, ekki síst gos- og bjórdósum. Það skyldi þó aldrei verða að endurunni málmurinn eigi eftir að rata í bílaframleiðslu.

Álþynnur sem gætu átt eftir að enda í yfirbyggingu bíla.
Álþynnur sem gætu átt eftir að enda í yfirbyggingu bíla.
mbl.is