Hópurinn sem var á vakt er 17 milljónasti Skodinn rann …
Hópurinn sem var á vakt er 17 milljónasti Skodinn rann af færibandinu. Hann er lengst til hægri á myndinni.

Sautján milljónir Skodabíla hafa verið smíðaðir um dagana, dágóður slatti það.

Sautján milljónasta eintakið rann af færiböndunum í gær í smiðjum tékkneska bílsmiðsins í Mlaa Boleslav í Tékklandi.

Bifreiðin er af gerðinni Skoda Rapid Spacebak og í rauðum lit. Hann fer til kaupanda í Þýskalandi.  
Á nýliðnu ári, 2014, seldi Skoda í fyrsta sinn í 120 ára sögu sinni meira en milljón bíla á einu ári. Fyrirtækið hefur sett það sem markmið að ná því á allra næstu árum að selja a.m.k. 1,5 milljónir bíla árlega.

mbl.is