Klessir á yfir 300 km hraða

Lamborghini Huracan er ekki smíðaður til hraðaksturs á þjóðvegum.
Lamborghini Huracan er ekki smíðaður til hraðaksturs á þjóðvegum.

Ungverska lögreglan segir það ekki ferð til fjár að aka á yfir 300 km/klst hraða á þjóðvegum úti. Það sé ekki góð hugmynd og hefur hún sent frá sér myndskeið því til sönnunar.

Þetta á við jafnvel þótt menn séu á ferð í hraðskreiðum bíl sem Lamborghini Huracan; þjóðvegirnir séu ekki staður til að taka þá til kostanna, heldur sérútbúnar kappakstursbrautir.

Þessu til sönnunar getur verið hollt að skoða myndskeiðið sem sýnir aðdraganda þess að hraðakstur á Huracan, sem skráður var í Tékklandi, fékk skelfilegan endi. Ítrekað má sjá á mælum að hraðinn er vel umfram 300 km/klst er bíllinn æðir fram úr öðrum á ekki svo mjög fáfarinni M7-hraðbrautinni. Farþegi ökumannsins tók upp aksturinn á hraðbraut í Ungverjalandi sl. september og skyndilega heyrast angistaróp er . . .

Í lok myndskeiðsins má sjá, að ekkert var eftir af ítalska sportbílnum glæsilega nema brunnin járnahrúga. Hið ótrúlega er að mönnunum tveim tókst að skríða úr úr blakinu, að vísu stórslasaðir. Ökumaðurinn, sem er 36 ára, á yfir sér þunga refsingu fyrir glæfraakstur og stofna lífi og limum sín og annarra í hættu.

mbl.is