Land Rover Defender kveður með stæl

Víst er að margir munu sakna Land Rover Defender, fari …
Víst er að margir munu sakna Land Rover Defender, fari svo að hann hverfi alfarið úr framleiðslu, enda verklegur á alla vegu.

Ekki er annað að sjá en að hinn goðsagnakenndi Defender sé um það bil að víkja af sviðinu og framleiðslu hans ljúki senn.

Land Rover-verksmiðjurnar hafa reyndar ekki alveg tekið fyrir möguleikann á einhverri framleiðslu í framtíðinni en engu að síður bendir allt til þess að endalokin séu skammt undan. Sé hins vegar svo þá mega verksmiðjurnar eiga það að þessi ástæli jeppi fær viðeigandi endalok.

Þrjár mismunandi gerðir

Þau felast í þremur glæsilegum nýjum gerðum sem fáanlegar verða í afar takmörkuðu upplagi. Týpurnar þrjár nefnast The Autobiography Edition, Heritage Edition, og loks Adventure Edition.

Upplagið nemur aðeins 80, 400 og 600 bílum, eftir því hver gerðanna á í hlut, og hver þeirra á að fanga mismunandi eiginleika hins vinsæla Defender og undirstrika þá með afgerandi hætti. Þannig er Heritage Edition framleidd til heiðurs fyrstu gerðum jeppans, Autobiography Edition er búin öllum þeim lúxus sem Land Rover-jeppar eru þekktir fyrir og Adventure Edition er með sérstyrktum undirvagni og öflugum dekkjum til að fást við akstur fjarri beinum og breiðum hraðbrautum. Ekki verður annað sagt en að um viðeigandi kveðju sé að ræða og gott eiga þeir sem ná að klófesta eintak af einhverjum framangreindra.

jonagnar@mbl.is

The Heritage Edition á að endurspegla Defender í sinni upprunalegu …
The Heritage Edition á að endurspegla Defender í sinni upprunalegu mynd þar sem gamaldags einfaldleikinn fær að njóta sín til fulls.
The Adventure Edition er með sérstyrktum undirvagni og öflugum dekkjum …
The Adventure Edition er með sérstyrktum undirvagni og öflugum dekkjum til að fást við akstur utan alfaraleiða.
The Autobiography Edition verður búinn hvers kyns munaði og lúxus …
The Autobiography Edition verður búinn hvers kyns munaði og lúxus og fær þar eflaust eitt og annað að láni hjá náfrændanum, Range Rover.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina