Aston Martin fyrir kappakstursbrautina

Vulcan liggur þétt við jörðina og vindskeiðin er ekkert smáræði.
Vulcan liggur þétt við jörðina og vindskeiðin er ekkert smáræði.

Alþjóðlega bílasýningin í Genf er að bresta á og framleiðendur byrjaðir að stelast til að sýna myndir af nýjum módelum.

Sumir láta duga að „stríða“ áhugamönnum með ljósmyndum sem sýna aðeins huggulegt púströr eða falleg framljós, en Aston Martin fer alla leið með myndaseríu af nýjum sportbíl í allri sinni dýrð.

Aston Martin Vulcan er alls enginn Bond-bíll, heldur kappakstursbíll í húð og hár og útlínurnar allar í meira lagi sportlegar. Þetta er ekki bíll til að aka klæddur í smóking-jakka með martíní-glas við höndina, heldur kallar kagginn á samfesting, hjálm og lokaða braut til að spana á.

Vulcan verður aðeins framleiddur í 24 eintökum en Aston Martin segir bílinn gefa tóninn fyrir útlitið á næstu kynslóð bíla sem breski framleiðandinn mun senda frá sér.

Undir húddinu er V12-vél sem á að skila yfir 800 hestöflum, og koltrefjar notaðar alls staðar þar sem því verður við komið. Hraðinn á sumsé ekki eftir að vera vandamál.

Hreintrúaðir aðdáendur Aston Martin vita eflaust ekki hvað þeir eiga að halda um þennan bíl, með risastóran „spoilerinn“ að aftan og fyrirferðarmikil loftinntök á húddinu, en ekkert minna dugar til að halda öllum þessum hestöflum á jörðinni.

Bíllinn ætti að kosta ríflega 300 milljónir króna, svo það er vissara að athuga stöðuna á yfirdrættinum áður en eintak er pantað. ai@mbl.is

Vulcan liggur þétt við jörðina og vindskeiðin er ekkert smáræði.
Vulcan liggur þétt við jörðina og vindskeiðin er ekkert smáræði.
Afturvængur Vulcan er ekkert smáræði.
Afturvængur Vulcan er ekkert smáræði.
Vægast sagt er sportlegt í Vulcan.
Vægast sagt er sportlegt í Vulcan.
Vægast sagt er sportlegt í Vulcan.
Vægast sagt er sportlegt í Vulcan.
Aston Martin Vulcan er afburða sportbíll.
Aston Martin Vulcan er afburða sportbíll.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: