Hekla frumsýnir nýjan Volkswagen Touareg á laugardag.
Hekla frumsýnir nýjan Volkswagen Touareg á laugardag.

Bifreiðaumboðið Hekla kynnir nýjan Volkswagen Touareg næstkomandi laugardag milli kl. 12 og 16 í húsakynnum sinum við Laugaveg.

„Hinn nýji Touareg er merkisberi þýskra gæða, hugvits og þæginda Í VW Touareg felast framúrskarandi þýsk gæði, hugvit og þægindi. Valmöguleikarnir eru nær ótakmarkaðir í Touareg og hægt er að sérsníða hann að eigin óskum,“ segir í tilkynningu vegna sýningarinnar.

Þar segir einnig, að öflugar V6 3.0 TDI vélar í samvinnu við 4Motion fjórhjóladrifið komi ökumanninum auðveldlega yfir holt og hæðir og með íslensku leiðsögukerfi í margmiðlunartæki eigi hann líka auðvelt með að rata tilbaka.

Í VW Touareg er hægt að fá loftpúðafjöðrun fyrir malarvegina og Panorama sólþak. Með R-Line pakka fær Touareg sportlegt yfirbragð með R-line stuðara og framgrilli, krómstútum á púströrum, vindskeið, Alcantara leðursætum og fleiru. Hægt er að auðvelda sér aksturinn með bílastæðaaðstoð, utanvegaaðstoð, sjálfvirkri stýringu á aðalljósum, hliðarvara og akreinavara, lyklalausu aðgengi, bakkmyndavél, 360 gráðu myndavél og snertilausri opnun á afturhlera svo fátt eitt sé nefnt.

Hekla frumsýnir nýjan Volkswagen Touareg á laugardag.
Hekla frumsýnir nýjan Volkswagen Touareg á laugardag.
Athafnasvæði ökumanns í nýjum VW Touareg.
Athafnasvæði ökumanns í nýjum VW Touareg.
mbl.is