Ford Mondeo fjölskyldubíll ársins

Ford Mondeo er fjölskyldubíll árins 2015 í Bretlandi.
Ford Mondeo er fjölskyldubíll árins 2015 í Bretlandi.

Þótt aðeins séu tveir mánuðir frá því hann kom á götuna í Bretlandi hefur fulltrúi nýrrar kynslóðar af Ford Mondeo verið valinn fjölskyldubíll ársins þar í landi.

Að valinu stóð dómnefnd verðlaunanna „Bíll ársins í Bretlandi“ (UKCOTY) en í henni sitja 27 blaðamenn sem fjalla að staðaldri um bíla í dagblöðum, tímaritum, vefritum, fagritum, neytendaritum og sjónvarpi.   

„Bíll sem beðið var af meiri eftirvæntingu en aðrir svíkur engan. Frábærlega úr garði gerður að búnaði og tækni, stjórnklefinn skynsamlega hannaður og - eins og segja má um nær alla Fordbíla - yndislegur í akstri,“ sagði framkvæmdastjóri UKCOTY er hann kynnti niðurstöðuna.

Hið virta og vinsæla breska bílablað Autocar útnefndi Ford Mondeo á dögunum sigurvegara í fimm bíla samanburðarprófi þar sem meðal keppinauta var BMW 3-Series. Í lokasamanburði milli
Ford Mondeo Titanium 2.0-litre TDCi 180PS PowerShift og BMW 320d sagði tímaritið: „(Mondeo) er með betri aksturseiginleika, er meðfærilegri, fágaðri og snarari í borgarakstri.“

Ford Mondeo er fjölskyldubíll árins 2015 í Bretlandi.
Ford Mondeo er fjölskyldubíll árins 2015 í Bretlandi.
mbl.is