Viðurkenningar dreifðust víða

Citroen C4 Cactus var valinn besti hlaðbakurinn 2015.
Citroen C4 Cactus var valinn besti hlaðbakurinn 2015.

Niðurstöður í kjörinu „Bíll ársins“ í Bretlandi voru kunngjörðar í dag svo sem sjá má hér á bílavefnum. Þar varð BMW i8 hlutskarpastur en auk titilsins bíll ársins var hann einnig valinn besti afkasta- og aflmesti bíllinn.

Það var ekki einungis að bíll ársins 2015 væri útnefndur heldur voru og valdir bílar í samtals 12 flokkum. Og þessar viðurkenningar dreifðust á fjölda bílsmiða.

Hér á síðunni hefur verið getið um suma þeirra, svo sem Renault Twingo sem útnefndur var borgarbíll ársins og Ford Mondeo sem hlaut viðurkenninguna fjölskyldubíll ársins.

Þessu til viðbótar má nefna, að Skoda Fabia var kjörinn besti ofursmái bíllinn, Citroen C4 Cactus besti hlaðbakurinn, Volkswagen Passat besti langbakurinn og BMW 2 Series Active Tourer besti fjölnotabíllinn.

Þá var Porsche Macan valinn besti fjórhjóladrifsbíllinn, Mercedes-Benz C-class besti forstjórabíllinn, Jaguar F-Type besti tveggjadyra bíllinn, Porsche Boxster GTS besti opni bíllinn og Rolls-Royce Ghost var kjörinn lúxusbíll ársins.

Volkswagen Passat var valinn besti langbakurin í ár í Bretlandi.
Volkswagen Passat var valinn besti langbakurin í ár í Bretlandi.
Jaguar F-Type var valinn besti tveggja dyra bíllinn 2015 í …
Jaguar F-Type var valinn besti tveggja dyra bíllinn 2015 í Bretlandi.
mbl.is