Jeppi Rolls-Royce heitir Cullinan

Rolls-Royce ætlar að gefa sér góðan tíma til að þróa …
Rolls-Royce ætlar að gefa sér góðan tíma til að þróa Cullinan. Víst er að hann eigi eftir að taka miklum breytingum þar til hann kemur á götuna.

Jeppinn sem Rolls-Royce er að þróa hefur fengið nafn þótt ekki sé hann kominn enn sem er í framleiðslu. Er hann nefndur eftir stærsta demant heims, sem prýðir veldissprota Englandsdrottningar.

Cullinan heitir demantur þessi en hann fannst í Suður-Afríku árið 1905. Eigi bíllinn að bera nafn með rentu má ætla að mikils sé að vænta af honum.

Jeppi sem helsti keppinauturinn, Bentley, ætlar að smíða mun heita Bentayga svo segja má að nöfn þessara fjórhjóladrifnu væntanlegu fáka séu frumleg. 

Allt eins er búist við að Rolls-Royce Cullinan verði flaggskip breska bílsmiðsins og boðinn á heimsvísu. Hermt er að hann verði smíðaður upp af sama undirvagni og hinn væntanlegi BMW X7 jeppi.  

Heimildir herma, að Cullinan muni koma á götuna fjöldaframleiddur árið 2017.



 

mbl.is