Hekla kynnir nýjan Volkswagen Touareg

VW Touareg sýndur með nýjum búnaði og uppfærðu útliti hjá …
VW Touareg sýndur með nýjum búnaði og uppfærðu útliti hjá Heklu. mbl.is/Árni Sæberg

Síðastliðinn laugardag bauð bílaumboðið Hekla áhugasömum að koma og kynna sér nýjustu kynslóð Volkswagen Touareg.

Öflugar V6 3.0 TDI vélar í samvinnu við 4Motion fjórhjóladrifið koma ökumanninum auðveldlega yfir holt og hæðir, segir í tilkynningu, og með íslensku leiðsögukerfi á hann líka auðvelt með að rata tilbaka.

Fjölbreyttur aukabúnaður

Í VW Touareg er hægt að fá loftpúðafjöðrun fyrir malarvegina og Panorama-sólþak svo að sólin skíni örugglega á farþega. Þá er einnig fáanlegur svokallaður R-Line pakki en með honum fær Touareg sportlegt yfirbragð með R-line stuðara og framgrilli, krómstútum á púströrum, vindskeið, Alcantara-leðursætum og fleiru. Hægt er svo að gera aksturinn enn auðveldari með bílastæðaaðstoð, utanvegaaðstoð, sjálfvirkri stýringu á aðalljósum, hliðarvara og akreinavara, lyklalausu aðgengi, bakkmyndavél, 360 gráðu myndavél og snertilausri opnun á afturhlera svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta og ýmislegt fleira kynntu gestir sér á laugardaginn var í Heklu.

jonagnar@mbl.is

VW Touareg hefur fengist hér á landi í tólf ár …
VW Touareg hefur fengist hér á landi í tólf ár og er landanum að góðu kunnur. mbl.is/Árni Sæberg
Gestir og gangandi létu sig ekki muna um að skoða …
Gestir og gangandi létu sig ekki muna um að skoða nýju bílana í krók og kring. mbl.is/Árni Sæberg
Hekla kynnir nýjan Volkswagen Touareg.
Hekla kynnir nýjan Volkswagen Touareg. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: