Leiðrétting vegna fréttar um létt bifhjól

mbl.is/Frikki

Vegna misvísandi upplýsinga frá hagsmunaaðilum innan stjórnsýslunnar var mishermt í frétt síðustu viku um breytingar á umferðarlögum, að létt bifhjól í flokki I séu ekki skráningarskyld.

Hið rétta er að þau verða skráningarskyld og þar af leiðandi skoðunarskyld í upphafi en verða undanþengin ákvæðum um skyldutryggingar. Gildistaka þess hluta laganna er 1. apríl næstkomandi þannig að allir þeir sem vilja nota þessi hjól í sumar verða því að setja þau á númer, ný sem notuð. Hætt er við að sú aðgerð geti orðið flókin í framkvæmd þar sem ekkert létt bifhjól er skráð fyrir farþega, aðeins ökumann, en samkvæmt breytingunni á lögunum mega þeir sem eru orðnir 20 ára að aldri nú reiða farþega á léttum bifhjólum. njall@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: