Sprækur ofurbíll Spano

Ofurbíllinn GTA Spano er firna öflugur og snarpur.
Ofurbíllinn GTA Spano er firna öflugur og snarpur.

Í appelsínuborginni Valencia á Spáni þrífst annars konar starfsemi vel. Þar á meðal sportbílasmiðjan GTA Motor.

Fyrirtækið frumsýnir á bílasýningunni í Genf nýjan sportbíl að nafni GTA Spano.  Er hann smíðaður upp af undirvagni úr koltrefjum og títani og er því sagður léttur en stífur.

Undir húddinu er að finna 8,0 lítra V10-vél sem skilar hvorki meira né minna en 925 hestöflum og allt að 1.220 Nm togi. Vélin er tengd við nýjan sjö hraða raðskiptingu sem gerir bílnum kleift að ná 100 kílómetra ferð úr kyrrstöðu á aðeins 2,9 sekúndum.

Með þessari kraftmiklu aflrás hefur GT Spano 370 km/klst hámarkshraða. Bíllinn verður aðeins smíðaður í 99 eintökum sem ætti að gera hann eftirsóttan og verðmætan. Á þessu stigi hefur ekki verið látið uppi hvað eintakið af þessum ofurbíl muni kosta.

Vélin í GTA Spano er 925 hestafla.
Vélin í GTA Spano er 925 hestafla.
GTA Spano er öflugur ofurbíll.
GTA Spano er öflugur ofurbíll.
Hurðirnar lyftast upp þegar þær eru opnaðar.
Hurðirnar lyftast upp þegar þær eru opnaðar.
GTA Spano
GTA Spano
mbl.is