Subaru Outback frumsýning um helgina

Subaru Outback vrður frumsýndur hjá BL laugardaginn 7. mars.
Subaru Outback vrður frumsýndur hjá BL laugardaginn 7. mars.

Nýr Subaru Outback verður frumsýndur á morgun hjá bílaumboðinu BL að Sævarhöfða 2 frá klukkan 12 til 16.

Subaru Outback hefur ávallt verið einn af glæsilegustu fulltrúum Subaru og er nýi bíllinn þar engin undantekning.

„Subaru menn hafa ávallt lagt allt sitt í fullkomið fjórhjóladrif sem vinnur með lárétt hönnuðum BOXER-vélum. Nýr Outback er með nýja og uppfærða BOXER dísilvél,“ segir í tilkynningu um frumsýninguna.

Þar kemur og fram að bíllinn fer einungis með 6,0 lítra eldsneytis á hundraðið.

Ný spennandi öryggistækni

Eitt það athyglisverðasta við þessa nýju útgáfu af Subaru er nýtt öryggismyndavélakerfi sem nefnist EyeSight. Kerfið mun vera eitt það fullkomnasta sem völ er á en það aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstur. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hefur öryggisbúnaðurinn verið til reynslu í bílum frá Subaru á Japansmarkaði síðastliðin fimm ár.

„EyeSight öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu BL.

Subaru Outback Premium dísilbíll og sjálfskiftur kostar 6.590.000 krónur.

mbl.is