Kia sýnir Optima

Kia Optima hinn nýi sem frumsýndur verður í byrjun apríl.
Kia Optima hinn nýi sem frumsýndur verður í byrjun apríl.

Kia hefur nú birt mynd af nýrri kynslóð Optima en bíll sá verður frumsýndur á bílasýningunni í New York, sem hefst í næstu viku.

Kia Optima er sölu­hæsti Kia í Banda­ríkj­un­um og því kem­ur ekk­ert á óvart að bíll­inn sé frum­sýnd­ur vest­an­hafs. Kynslóðin sem nýi bíllinn leysir af hólmi kom fyrst á götuna fyrir fjórum árum. 

Talsverður svipur er með báðum kynslóðunum en þó þykir straum­línu­laga hönn­un bíls­ins sæk­ja um margt til hug­mynda­bíls­ins Sport­space sem sýnd­ur var á bíla­sýn­ing­unni í Genf á dög­un­um og vakti þar mikla hrifn­ingu. Nýja kyn­slóðin verður á sama und­ir­vagni og for­ver­inn.

Nýr Optima kemur á götuna síðar á árinu og verður í boði með fjöl­breytt­ar vélar­út­færsl­ur, bæði bens­ín- og dísil­vél­ar. Auk þess mun hann fást sem tvinn­bíll og ten­gilt­vinn­bíll. Kraf­mesta vél­in mun skila 248 hest­öfl­um.

mbl.is