14 ára mega keyra Twizy

14 ára krakkar mega keyra Twizy í umferðinni í Frakklandi.
14 ára krakkar mega keyra Twizy í umferðinni í Frakklandi.

Nýlega gaf Evrópusambandið (ESB) út tilskipun til að samræma ökuleyfi á sambandssvæðinu. Hafa Frakkar aðlagað sínar reglur um leyfi til aksturs fjórhjóla að henni.

Samkvæmt tilskipuninni mega 14 ára unglingar sem tekið hafa próf til að aka léttum bifhjólum aka léttum fjórhjólum. Áður urðu menn að vera að minnsta kosti 16 ára til að mega aka fjórhjólum.

Renault hugsar sér gott til glóðarinnar vegna þessa og segir Twizy 45 gott byrjendatæki í heimi vélknúinna fjórhjóla. Sé það góður valkostur til samanburðar við skellinöðrur og með mun meiri öryggisbúnað en tveggja hjóla farartæki.

Líknarbelgur, tvöföld bílbelti, diskabremsur og veltigrind er staðalbúnaður í Twizy 45 og við akstur hans öðlast ungir ökumenn skilning á akstri frá unga aldri við mun meira öryggi en á léttum bifhjólum og skellinöðrum. Um það bil 15.000 Twizy-bíla er að finna á götum Evrópu.

agas@mbl.is

14 ára krakkar mega keyra Twizy í umferðinni í Frakklandi.
14 ára krakkar mega keyra Twizy í umferðinni í Frakklandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: