Isuzu D-Max besti atvinnupallbíllinn

Isuzu D-Max.
Isuzu D-Max.

Isuzu D-Max var nýlega valinn besti atvinnupallbíllinn 2015 í Bretlandi og er þetta annað árið í röð sem D-Max hlýtur verðlaunin „Trade Van Driver Awards“ hjá samnefndu tímariti.

Isuzu D-Max er alhliða pallbíll sem hentar vel til fjölbreyttra nota, hvort sem er í atvinnurektri eða til einkanota fyrir þá sem vilja öflugan og sterkan, en jafnframt afar þægilegan jeppa.

Bretar eru afar hrifnir af D-Max vegna styrkleika og 3,5 tonna dráttargetu, en einnig og ekki síst vegna hagkvæms rekstrarkostnaðar sem lág bilanatíðni og lítil eldsneytiseyðsla gerir m.a. að verkum.

Matt Eisenegger, ritstjóri Trade Van Driver Magazine, sagði við afhendingu verðlaunanna að fjölmargir aðilar í atvinnulífinu þurfi á traustum og aflmiklum pallbíl að halda í starfi sínu sem hafi mikla dráttargetu og þoli vel erfiðar og torfærar aðstæður.

Árið 2014 var besta ár Isuzu í Bretlandi frá upphafi og fer salan á D-Max stigvaxandi. Er Isuzu nú með 33,7% markaðshlutdeild á breska sendibílamarkaðnum, þar sem bíllinn er í boði í mörgum mismunandi útfærslum og með 125 þúsund mílna / 5 ára verksmiðjuábyrgð eins og á öðrum mörkuðum.

mbl.is