„Sjáum hvort þeir kunni þetta ennþá“

Krafsað af krafti upp bratta í torfærukeppni.
Krafsað af krafti upp bratta í torfærukeppni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fyrir fimmtíu árum ákvað landeigandi nokkur í Mosfellsdal að leyfa nokkrum akstursáhugamönnum að láta gamminn geisa í malargryfjum á landi sínu. Þetta var í raun upphaf torfærunnar á Íslandi.

„Þetta var nú þannig að lögreglan hótaði mönnum fangelsisvist fyrir svona glannaskap,“ segir Helga Katrín Stefánsdóttir, formaður Torfæruklúbbs Suðurlands, en klúbburinn hefur ásamt Flugbjörgunarsveitinni á Hellu undirbúið mikla afmælissýningu í tilefni fimmtíu ára afmælis torfærunnar.

Svo vel vill til að afmælisdagurinn, 2. maí, er einmitt á laugardegi og því vel við hæfi að efna til veglegrar veislu á akstursíþróttasvæði björgunarsveitarinnar sem er rétt austan við Hellu, að því er fram kemur í umfjöllun um afmælismótið á morgun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: