Tveir með fimm stjörnur

Renault Espace er öruggur bíll, ekki síst veitir hann börnum …
Renault Espace er öruggur bíll, ekki síst veitir hann börnum um borð mikla vernd, sem er kostur fyrir fjölskyldubíl.

Tveir fulltrúar nýrrar kynslóða Renault Espace og Suzuki Vitara hafa nú nýverið sannast vera með öruggari bílum því báðir hlutu þeir 5 stjörnur í Euro NCAP prófi í aprílbyrjun.

Um er að ræða hæstu öryggiseinkunn sem Euro NCAP gefur. Renault Espace fékk 8,2 fyrir öryggi fullorðinna farþega og  8,9 fyrir öryggi barna í bílnum. Fyrir öryggi gangandi vegfarenda var einkunnin 7,0 og 8,0 fyrir öryggisbúnað.

Hinn nýi Suzuki Vitara hlaut 8,9 fyrir öryggi fullorðinna, 8,5 fyrir öryggi barna, 7,6 fyrir öryggi gangandi vegfarenda og 7,5 fyrir öryggisbúnað. Módelið sem prófað var er Suzuki Vitara 1.6 GL+ 5-door.

Suzuki Vitara er mjög öruggur bíll. Sjálfvirk neyðarhemlun var í …
Suzuki Vitara er mjög öruggur bíll. Sjálfvirk neyðarhemlun var í bílnum sem prófaður var og þar sem ekki er slík bremsa í öllum Vitara fá ekki allar útgáfur hans fimm stjörnur.
mbl.is