Úrval Suzukibíla í Fífunni

Hinn nýi Suzuki Vitara.
Hinn nýi Suzuki Vitara.

Suzuki umboðið mætir með fjölbreytt bílaval á sýningunni Allt á hjólum sem haldin verður í Fífunni um helgina. Þar á meðal verður frumsýndur glænýr og breyttur Vitara.

Nýi jeppinn kemur með öfluga fjórdrifinu ALLGRIP 4x4, 1,6 lítra bensín og diselvél, beinskiptur og sjálfskiptur, leiðsögukerfi með snertiskjá, auk þess sem hann er búinn þægindabúnaði eins og lyklalausri opnun ásamt ræsihnappi í mælaborði.

„Vitara er með sportlegt og fallegt útlit að innan sem utan, auk þess sem hann þykir með sérlega góða aksturseiginlega. Vitara er léttari en hann var áður sem skilar sér í mun sparneytnari bíl,“ segir í tilkynningu.

Einnig verður frumsýndur Swift Sport 4 dyra með aflmeiri vél, sportfjöðrun og 6 gíra beinskiptingu. Hann er með 1,6 lítra bensínvél sem skilar 136 hestöflum, tvöföldu pústkerfi, vindskeið að aftan og xenon aðalljós. Að innan er hann búinn sportsætum og hlaðinn tæknibúnaði.

„Við sýnum að sjálfsögðu líka rúmgóða fjölskyldubílinn S-Cross, bíll sem setur ný viðmið í sportjeppaflokki. Hann er einstaklega rúmgóður og með eitt stærsta farangursrými í sínum stærðarflokki. S-Cross er bæði til beinskiptur og sjálfskiptur, með bensín og diselvél ásamt því að vera með ALLGRIP 4x4 sem skilar sér ríkri akstursánægju og um leið mun sparneytnari bíl en áður.

Fjórhjóladrifni sportbíllinn  Kizashi verður einnig á sýningunni, bíll með sportlegt og yfirvegað útlit og einstaklega vandaða og vel útfærða innréttingu. Í Kizashi sameinast frábærir aksturseiginleikar og ánægja í akstri. Við sýnum einnig mótorhjól, utanborðsvélar og Suzumar slöngubáta, að auki verðum við líka með EL-GO rafmangsvespurnar og rafmagnsreiðhjólin vinsælu,“ segir í tilkynningu frá Suzuki-umboðinu.

mbl.is