Einn umhverfisvænsti lúxusbíllinn

Mercedes-Benz S-Class tvinnbíllinn verður frumsýndur í Fífunni á morgun.
Mercedes-Benz S-Class tvinnbíllinn verður frumsýndur í Fífunni á morgun.

S-Class Plug-in Hybrid úr S-línu, flaggskipi þýska lúxusbílaframleiðandans Mercedes-Benz, verður frumsýndur í Fífunni á morgun.

Þetta er aflmikill lúxustvinnbíll með ótrúlega lágri eldsneytisnotkun. Bíllinn er búinn rafmótor og 3 lítra V6 vél sem skilar 333 hestöflum. Með rafmótornum til viðbótar skilar bíllinn samtals 456 hestöflum. Hámarkstog er 480 Nm. Bíllinn er aðeins 5,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraði bílsins er 250 km/klst.

Eyðslan er aðeins 2,8 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda og mengunin er aðeins 65 g/km. Miðað við afl bílsins hljóma þessar tölur ótrúlega. S-Class Plug-in Hybrid er búinn öllum þeim lúxusbúnaði og tækni sem þessi lína frá Mercedes-Benz er þekkt fyrir.

mbl.is