Kolsvört nýklassík

Meira er minna, sagði einhver orðheppinn, og þetta ótrúlega hjól …
Meira er minna, sagði einhver orðheppinn, og þetta ótrúlega hjól er því heil ósköp.

Sérsmíðaverkstæðið Clockwork Motorcycles hefur aðsetur í Montréal í Kanada og þaðan koma athyglisverð mótorhjól sem fá áhugamenn til að staldra við og láta sig dreyma.

Meðal nýjustu verkefna sem fyrirtækið hefur sleppt lausum er þetta svarta hjól sem kallast Clockwork Twenty2.

Blanda af hátækni og klassík

Í grunninn er hér um að ræða

1978-árgerðina af Honda CB750, sem er í hópi frægustu hjóla sem frá Japan hafa komið og iðulega nefnt með fyrstu ofurhjólunum, en þeir hjá Clockwork Motorcycles hafa engu að síður fiktað í flestu sem á annað borð er hægt að fikta í. Höggdeyfar í framhjólinu og bremsur eru úr

Suzuki GSX-r1000. Til að bæta við aflið eru fjórir Keihin-keppnisblöndungar ásamt stækkaðri 836cc vél með fjórum-í-tvö púströrum. Til að fullkomna þessa blöndu hátækni og tímalauss útlits er hjólið með lyklalausu starti og stafrænu mælaborði frá Motogadget. Handsmíðaður leðurhnakkur og þreföld yfirferð af mattsvartri málingu setja svo punktinn yfir i-ið.

jonagnar@mbl.is

Með þennan stýrishalla er ógerningur að líta illa út.
Með þennan stýrishalla er ógerningur að líta illa út.
Hátæknin býr í Clockwork Twenty2 þar sem stafrænn mælaborðið er. …
Hátæknin býr í Clockwork Twenty2 þar sem stafrænn mælaborðið er. Samt er yfirbragðið tímalaust og vægast sagt töff.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: