Lamborghini með jeppa 2018

Lamborghini sýndi hugmyndajeppa, Urus, á smartbílasýningu í Pebble Beach í …
Lamborghini sýndi hugmyndajeppa, Urus, á smartbílasýningu í Pebble Beach í Kaliforníu.

Ítalski sportbílasmiðurinn Lamborghini hefur ákveðið að ráðast í jeppasmíði og er ráð fyrir gert, að sá fyrsti komi á götuna á árinu 2018.

Vegna þessa segist Lamborghini þurfa fjölga starfsfólki sínu um 500 manns og tvöfalda stærð bílsmiðju sinnar í Sant'Agata Bolognese í Emilia Romagna-héraði. Segir fyrirtækið jeppasmíðina og kalla á fjárfestingar upp á mörg hundruð milljónir evra.

Lamborghini er hluti af Volkswagen-samsteypunni og vonast til að jeppasmíðin heppnist með svipuðum árangri og hjá systurfyrirtækinu Porsche á sínum tíma. Takmarkið er að byrja með að smíða um 3.000 bíla á ári. Til samanburðar má geta að í fyrra seldi Lamborghini samtals 2.530 bíla. Jepparnir munu fljótt leiða til þess að smíðisbílum fyrirtækisins fjölgar a.m.k. tvöfalt.

Lamborghini hefur samið við ítalska ríkið vegna jeppaframleiðslunnar og hlýtur ívilnanir vegna hennar upp á 90 millljóna evra.

Ekkert hefur verið látið uppi um tæknilega þætti jeppans nema að hann verði smíðaður upp af sama undirvagni og Porsche Cayenne, Audi Q7, Volkswagen Touareg og Bentley Bentayga. 

mbl.is