Metsala hjá Kia í Evrópu í apríl

Kia Optima.
Kia Optima.

Metsala var á bílum Kia Motors í Evrópu í liðnum aprílmánuði. Suður-kóreski bílaframleiðandinn seldi alls 33.602 bíla í mánuðinum eða fleiri en nokkru sinni áður í apríl. Aukningin frá í apríl í fyrra er 7,4%.

Nýjar gerðir af Kia Sorento og Kia Rio hafa selst mjög vel og þá hefur rafbíllinn Kia Soul EV einnig farið mjög vel stað í sölu.

„Kia heldur áfram að eflast í Evrópu og við höfum náð frábærum árangri á fyrstu mánuðum ársins í Evrópu. Við höfum raunar aldrei náð jafn mikilli sölu í byrjun árs í sögu fyrirtækisins. Það er afar ánægjulegt að sjá nýjustu gerðir Kia bíla fara fram úr okkar eigin söluáætlunum. Skilaboðin eru skýr að okkar mati. Evrópskir neytendur heillast meira og meira af gæðum og hönnun Kia bíla. Það sýnir sig á sölutölunum,” segir Michael Cole, framkvæmdastjóri Kia Motors í Evrópu í tilkynningu.

Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, tekur undir þetta og segir að gengi Kia hér á landi hafi verið framúrskarandi á þessu ári sem og á undanförnum misserum. „Kia var mest seldi bíllinn á Íslandi í mars sl. og árið hefur farið mjög vel af stað hvað varðar sölu. Markaðshlutdeild Kia er nú 10,7% sem gerir Kia að næst söluhæsta merkinu á Íslandi það sem af er ári. Við erum búin að selja jafn marga bíla núna og allt árið 2013, eða rúmlega 600 bíla," segir Þorgeir.

mbl.is