Heyrið í ofurbílnum McLaren 570S

McLaren 570S er sannkallaður ofurbíll.
McLaren 570S er sannkallaður ofurbíll.

McLaren hefur bætt nýrri útgáfu við 570 sportbílaseríu sína, ofurbílnum McLaren 570S.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá bíl þennan og haldi einhverjir að Porsche 911 eða Mercedes AMG GT hljómi betur ættu þeir að skrúfa upp í hátölurunum og hlusta.

Grunnverðið á þessu eintaki er 185 þúsund dollarar í Bandaríkjunum og 143.250 sterlingspund í Bretlandi. Það þýðir að hann er dýrari en bæði Porsche 911 Turbo S og Audi R8 V10 Plus. Er 570S samt 80.000 dollurum ódýrari en 650S frá McLaren.  

Þótt fyrsti 570S framleiðslubíllinn hafi verið frumsýndur í vetrarlok er hinn nýi með nýrri útfærslu á framendanum og breytta afturfjöðrun. Framfelgur eru 19 tommu en afturfeldur 20.  Undir vélarhlífinni er að finna 570 hestafla 3,8 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu. Býður hún upp á 600 Newtonmetra upptak. Úr kyrrstöðu nær hann 100 km/klst ferð á aðeins 3,2 sekúndum og topphraðinn er 328 km/klst.

mbl.is