Nýr Chevrolet Cruze

Línurnar í nýjum Chevrolet Cruze hafa tekið breytingum.
Línurnar í nýjum Chevrolet Cruze hafa tekið breytingum.

Chevrolet hefur nú svipt hulum af nýrri kynslóð Cruze-bílsins og er hann bæði rennilegri að sjá en forverinn og fallegri.

Bíllinn kemur á markað snemma árið 2016 í framhaldi af kynningu sem nær til rúmlega 40 landa.

Línurnar gefa vísbendingu um kraftmeiri bíl. Framgrillið er nýtt sömuleiðis stuðarar framan og aftan, afturljósin eru gjörólík því sem er á núverandi kynslóð og þakið lækkar lítillega aftur eftir bílnum. 

Nýja útgáfan verður 2,5 sentímetrum lægri og 6,8 sentímetrum lengri en sú fyrri. Þá er hjólhafið 2,7 metrar sem mun vera það lengsta í þessum stærðarflokki bíla. Fótarými er aukið fyrir farþega í aftursætum þökk sé auknu hjólhafi.

Þrátt fyrir að hafa stækkað með tímanum er nýr Cruze 113 kílóum léttari en forverinn og yfirbyggingin er sögð 27% stífari.

Vélin er alveg splunkuný en um er að ræða 1,4 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 153 hestöflum við 5.600 snúninga og 240 Nm upptaki á snúningsbilinu 2.000 til 4.000 rpm. Staðalbíllinn er með sex hraða handvirkri skiptingu en hægt er að fá bílinn einnig sjálfskiptan. Úr kyrrstöðu í 100 km/klst kemst hann á átta sekúndum. Í blönduðum akstri er bensínnotkunin 5,8 lítrar. 

Nýr Chevrolet Cruze kemur á götuna á næsta ári.
Nýr Chevrolet Cruze kemur á götuna á næsta ári.
Hægt verður að brúka nýjsutu nettækni í nýjum Chevrolet Cruze.
Hægt verður að brúka nýjsutu nettækni í nýjum Chevrolet Cruze.
mbl.is